Riðlakeppni í keilu á WOW – RIG 2017 lokið graphic

Riðlakeppni í keilu á WOW – RIG 2017 lokið

04.02.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í hádeginu lauk riðlakeppninni í keilu á WOW – RIG 2017. Því er ljóst hverjir mætast í útsláttarkeppninni sem hefst í Egilshöll á morgun sunnudag kl. 09:00. Útsláttarkeppnin fer þannig fram að keilarinn sem lenti í sæti 9 keppir við þann sem endaði í 24. sæti, 10. sætið keppir við 23. sætið og svo koll af kolli samtals 16 keilarar. Að því loknu koma þeir sem enduðu í sætum 1 til 8 og enn er raðað eftir sætaröð.

Best í dag í riðlakeppninni spilaði Stefán Claessen úr ÍR en hann náði 1.519 pinnum í 6 leikjum sem gera 259,3 í meðaltal. Stefán var aðeins einum pinna frá fullkomnum leik í síðasta leik dagsins en þá náði hann 299. Í öðru sæti í dag varð Guðlaugur Valgeirsson úr Keilufélagi Reykjavíkur en hann náði 1.354 pinnum eða 225,7 í meðaltal.  Katrín Fjóla Bragadóttir einnig úr KFR náði 1.280 pinnum eða 213,3 og kom sér upp í 19. sæti í forkeppninni.

Sjá nánar stöður úr mótinu.

X