Crhistopher Sloan frá Írlandi var ekki búinn að vera lengi á landinu þegar hann lék enn einn 300 leik sinn í keilu en hann hefur náð vel yfir 30 fullkomnum leikjum í keilu eða 300 stigum, í yfir 10 löndum. Spilaði hann leikinn strax í þriðja leik í forkeppninni á WOW – RIG 2017 en leikið er í Keiluhöllinni Egilshöll.
Í kvöld var spilaður 1. riðillinn í keppninni en keilarar þurfa að spila 6 leikja seríu í forkeppninni og á sunnudaginn verða úrslit 24 efstu sem verða í beinni útsendingu á RÚV. Nokkrir riðlar verða spilaðir og geta keilarar spilað eins oft og þeir geta og gildir þá besta 6 leikja serían.
Staðan í forkeppninni er annars þessi
- sæti Stefán Claessen úr ÍR með 1.489 eða 249,7 í meðaltal
- sæti Christopher Sloan frá Írlandi með 1.430 eða 238,3 í meðaltal
- sæti Pontus Anderson frá Svíþjóð með 1.398 eða 233,0 í meðaltal
Efst kvenna er Katrín Fjóla Bragadóttir en hún er í 29. sæti með 1.163 eða 193,8 í meðalta
Næst verður leikið í forkeppninni á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 16:00
Sjá nánar stöðuna í mótinu.