Fyrsta riðli lokið á WOW – RIG 2017 graphic

Fyrsta riðli lokið á WOW – RIG 2017

28.01.2017 | höf: Jóhann Ágúst

Í hádeginu lauk Early Bird riðlinum á WOW – RIG 2017 í keilu í Keilhöllinni Egilshöll. Í dag voru einungins íslenskir keilarar sem kepptu en erlendu gerstirnir mæta til leiks á fimmtudaginn en þá verður 1. opinberi riðillinn leikinn. Óhætt er að segja að markið hafi verið sett hátt í dag en efstu 12 keilararnir eru allir með meir en 200 í meðaltal eftir daginn.

Úrslit fóru annars þannig að í 1. sæti er Stefán Claessen úr ÍR með 1.498 pinna í 6 leikjum eða 249,7 í meðaltal. Í 2. sæti varð svo Einar Már Björnsson einnig úr ÍR með 1.397 pinna eða 232,8 í meðaltal. Í 3. sæti varð svo Björn G Sigurðsson úr Keilufélagi Reykjavíkur með 1.346 pinna eða 224,3 í meðaltal.

Sjá má lokastöðu úr riðlinum hér á vefnum. Næst verður spilað í Keiluhöllinni Egilshöll á fimmtudaginn kemur þann 2. febrúar og hefst keppni kl. 17:30. Aðgangur að Egilshöll er opinn á meðan á mótinu stendur.

X