Skíðadeild ÍR býður nýja iðkendur velkomna á æfingar. Hafir þú áhuga á að prófa að æfa skíði með skíðadeild ÍR hafðu þá samband við þjálfara viðkomandi flokks. Það eru allir velkomnir á skíðaæfingar, börn sem koma á skíðaæfingar þurfa að geta farið sjálf í skíðalyftu. Boðið er uppá byrjendanámskeið yfir veturinn og verða þau auglýst sérstaklega. Æfingar fara fram í Bláfjöllum en þar hefur skíðadeild ÍR yfir að ráða glæsilegum skíðaskála á suðursvæði sjá staðsetningu hér. Nánari upplýsingar um búnað, undirbúningar fyrir æfingar og fleira má finna hér
Skíðaíþróttin er frá fjölskylduíþrótt þar sem fjölskyldan nýtur samvista í frábæru umhverfi og félagsskap. Skíðaskálinn er nýttur fyrir nestisaðstöðu, skálagistingar, foreldrakvöld og margt fleira.
Skráning á iðkendum fer fram með forritinu Sportabler sem er aðgengilegt hér: https://www.sportabler.com/shop/hengill
ÍR býður uppá ÍR ungar. Hægt er að skrá börn í 1. og 2. bekk sem búa í Breiðholti í ÍR unga og með því smella hér
Skrá þarf iðkendur í réttan hóp í Sportabler með því að nota kóðana í töflunni fyrir neðan
Skráning í Sportabler | |
16 ára og eldri | PEK76M |
14-15 ára | 48O6ZC |
12-13 ára | 63WS4K |
10-11 ára | GH8QXX |
8-9 ára | GR9FPE |
7 ára og yngri | 3S0WCW |