AMF forkeppnin í keilu hafin

Í gærkvöldi hófst forkeppnin fyrir AMF World Cup 2017. Keppnin hófst á 1. riðli 1. umferðar AMF og er núna keppt með ögn breyttu sniði frá því í fyrra. Leikin var ein 4 leikja sería. Næsti riðill verður síðan á laugardaginn kl. 10 og þá kemur í ljós hvaða 8 keilarar komast í milliriðilinn. Hann verður leikinn á sunnudaginn kl. 10 og fara síðan efstu þrír keilararnir í úrslit þar sem 3. sætið keppir við 2. sæti einn leik og sigurvegarinn þar keppir við þann sem varð í efsta sætinu.

Í gær spilaði Guðlaugur Valgeirsson úr KFR best allra en hann spilaði 889 eða 222,25 í meðaltal. Nokkuð læiklegt að hann kemst í milliriðil. Í öðru sæti varð Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR með 798 pinna eða 199,5 og í þriðja sæti varð Steindór Máni Björnsson úr ÍR með 787 pinna eða 196,75 í meðaltal.

Lokastaðan í gær var annars þessi:

Nr. Nafn Félag Besta sería Meðalt.
1 Guðlaugur Valgeirsson KFR 889 222,25
2 Hlynur Örn Ómarsson ÍR 798 199,50
3 Steindór Máni Björnsson ÍR 787 196,75
4 Freyr Bragason KFR 784 196,00
5 Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR 768 192,00
6 Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR 767 191,75
7 Stefán Claessen ÍR 758 189,50
8 Kristján Þórðarson KR 755 188,75
9 Jóhann Ársæll Atlason KFA 755 188,75
10 Jóel Eiður Einarsson KFR 749 187,25
11 Gústaf Smári Björnsson KFR 747 186,75
12 Svavar Þór Einarsson ÍR 734 183,50
13 Ragna Guðrún Magnúsdóttir KFR 714 178,50
14 Guðný Gunnarsdóttir ÍR 712 178,00
15 Bharat Singh ÍR 674 168,50
16 Guðmundur Sigurðsson KFA 657 164,25
X