Foreldrafélag keilukrakka stofnað graphic

Foreldrafélag keilukrakka stofnað

18.11.2016 | höf: Jóhann Ágúst

Í gær var haldinn stofnfundur Foreldrafélags keilukrakka hjá ÍR. Ágætis mæting var á fundinn og voru margar hugmyndir lagðar fram fyrir komandi starf félagsins. Formaður félagsins var kjörin Alda Steingrímsdóttir. Félagið ætlar sem mest það má að styðja við bak krakkanna á æfingum og í keppni og standa fyrir ýmsum uppákomum fyrir krakkana t.a.m. fjáröflun og fleira. Þeir sem ekki komust á fundinn geta sett sig í samband við Öldu í tölvupósti eða kíkt inn á krakkasíðuna á Fésbók.

Keiludeildin fagnar þessu framtaki foreldra og hlakkar til samstarfsins á komandi tímum.

X