Borgarleikar

Dagana 27. – 29. maí voru Borgarleikar Norðurlandanna haldnir í Laugardalshöll. Frjálsíþróttadeild ÍR átti fimm keppendur af tólf á leikunum en keppt var í 100m, 800m, kúluvarpi, langstökki og hástökki og kepptu börnin í öllum 5 einstaklings greinunum auk blandaðs boðhlaups. Piltar kepptu sér og stúlkur sér nema í boðhlaupinu og var notast við þar til gerða stigatöflu til að reikna út árangurinn. Samanlagður árangur liðsins taldi fyrir hverja grein og svo samanlagt.

Þau sem kepptu úr röðum ÍR voru Emilía Ólöf Jakobsdóttir (2011), Sigurlaug Jökulsdóttir (2011), Sigurður Ari Orrason (2011), Tómas Ingi Kermen (2011) og Arnór Gunnar Grétarsson (2010) og stóðu þau sig vel, bættu sig í flestum greinum og náðu sum á verðlaunapall. Sigurður Ari Orrason varð annar í 100m hlaupi og bætti sinn besta árangur með tímanum 12.71 sek. Þeir Arnór, Sigurður og Tómas náðu allir inn á top 10 í 800m, Arnór varð 6., Sigurður Ari 9. og Tómas 10. Í hástökkinu varð Sigurður í 3. sæti með bætingu þegar hann stökk 1.55 m. Hann hlaut einnig brons í langstökki með 5.24 m sem er bæting og mjög flottur árangur en hann er fæddur 2011 en margir af keppinautunum eru fæddir 2010.

Hjá stúlkunum varð Emilía Ólöf Jakobsdóttir í þriðja sæti í 800m á 2:42.68 mín sem er hennar besti árangur, hún varð síðan í 9. í hástökki með 1.36m.

Óskum þeim til hamingju með árangurinn

Öll úrslit má sjá hér http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionResults.aspx?Code=M-00001456

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður frjálsíþróttadeildar ÍR

X