Sumarnámskeið ÍR 2024

SUMARGAMAN

Sumarnámskeið ÍR “SUMARGAMAN” er fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára, þ.e. börn fædd 2014-2017.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á hreyfingu, leikgleði, útivist og sköpun.

Sumargaman ÍR hefur verið partur af starfi ÍR um áraraðir og alltaf notið mikilla vinsælda. Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir krakkana í hverri viku og er m.a. farið í vettvangsferðir í sund, húsdýragarðinn, Nauthólsvík og víðar. Enn fremur bregðum við á leik hér á ÍR-svæðinu og förum í allskonar leiki, íþróttir og föndur.

Dagskrá námskeiðsins er gefin út um miðjan maí en skráning er hafin hér!

 

Námskeiðsvikur sumarið 2024

  1. námskeið 10.- 14. júní
  2. námskeið 18. – 21. júní*
  3. námskeið 24. – 28.júní
  4. námskeið 1. – 5. júlí
  5. námskeið 8. – 12. júlí
  6. námskeið 15. – 19. júlí
  • *4 dagar vegna 17. júní

Heill dagur: Frá 9-16

Hálfur dagur: Frá 9-12 eða 13-16

Námskeiðið fer fram í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12 – 109 Reykjavík.

Gæsla er í boði án endurgjalds fyrir og eftir námskeið frá 8-9, 16-17 og 12 -13 fyrir hálfsdags námskeiðin.

Verð:

Heill dagur: 16.000 kr.
Hálfur dagur: 9.000 kr.
Matargjald: 5.000 kr. (Valkvætt)

Systkinaafsláttur 10%

Skráning HÉR

Knattspyrnuskóli ÍR sumarið 2024.

Knattspyrnuskóli ÍR verður líkt og síðustu ár starfræktur fyrir hádegi í sumar og er ætlaður börnum 6-9 ára.

Í knattspyrnuskólanum fá börnin tækniæfingar við hæfi í gegnum leik og æfingar og áhersla lögð á að kynni barnanna af íþróttinni sé jákvæð og skemmtileg. Skipt verður í hópa eftir aldri og og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga á bolta hjá hverjum iðkenda. Áhersla er lögð á að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska. Reyndir þjálfarar og leikmenn ÍR miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt. Kennsla í knattspyrnuskólanum hefst klukkan 9:00 á morgnana og stendur til klukkan 12:00. Á föstudögum í lok hvers námskeið verður boðið upp á grilveislu fyrir krakkana.

Þjálfarar eru á vegum knattspyrnudeildar ÍR

Námskeiðsvikur sumarið 2024

  1. námskeið 10.- 14. júní
  2. námskeið 18. – 21. júní*
  3. námskeið 24. – 28.júní
  4. námskeið 1. – 5. júlí
  5. námskeið 8. – 12. júlí
  6. námskeið 15. – 19. júlí

*Fjórir Dagar verð 6.400kr

Skráning Hér

 

 

 

 

 

 

 

 

Styrktaraðilar ÍR

X