Sunnudaginn 18. ágúst fór fram hið árlega golfmót ÍR eða „ÍR-Open“ á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Fyrirkomulag mótsins var punktamót með forgjöf en alls voru 57 keppendur skráðir á mótið.
Efstu þrír keppendur í kvennaflokki voru:
1. Helen Neely
2. Ingigerður Lára Daðadóttir
3. Lára Eymundsdóttir
Efstu þrír keppendur í karlaflokki voru:
1. Hrannar Máni Gestsson
2. Elvar Logi Rafnsson
3. Arnar Ingi Njarðarson
Önnur verðlaun hlutu m.a. Gunnar Sverrisson sem þolinmóðasti golfarinn og Eggert Sverrisson sem var titlaður áhugasamasti áhorfandinn! Bjarni Fritzson hlaut einnig verðlaun fyrir bestu nýtingu vallar. Þar að auki voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum.
Mótið fór vel fram í alla staði þrátt fyrir að vindur og veður hafi gert keppendum erfitt fyrir á köflum.
ÍR þakkar Toyota og Golfskálanum kærlega fyrir að útvega vinninga á mótið. Einnig er Golfklúbbi Mosfellsbæjar þakkað fyrir liðlegheitin og vinsemdina gagnvart mótinu.
Síðast en ekki síst er keppendum þakkað fyrir góða þáttöku, gleði og glæsileg tilþrif í anda ÍR-inga!
Áfram ÍR!