Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR og CCEP gera samning til 3 ára.

Frá því að nýja parkethúsið okkar var opnað  hefur verið leitað að styrktarsamningi til að efla og styrkja veitingasölu okkar í húsinu. Í dag undirrituðu ÍR og CCEP (Coca-Cola á Íslandi) styrktarsamning til 3ja ára.  Samstarfið færir okkur  meðal annars huggulega kaffiaðstöðu inn í parkethúsinu, sem við vitum að verður tekið vel af áhorfendum leikja, og sjálfsala þar sem verður hægt að kaupa drykki eins og Létt hámark, Minute Maid og Powerade.  Við fögnum þessum samningi og höfum fulla trú á að samstarfið næstu 3 árin verði gott fyrir báða aðila.”

X