Guðni Valur byrjar tímabilið vel

Guðni Valur kastaði kringluni 64.77m þann 25. maí sl. á sterku móti í Eistlandi og endaði í 3 sæti. Þetta er frábær árangur hjá Guðna svona snemma á tímabilinu og rétt við 65m lágmarkið á heimsmeistaramótið í Doha, Katar.

Guðni Valur kastaði öðru lengsta kasti sögunnar í kringlukasti á árinu 2018 þegar hann kastaði kringlunni 65,53 metra svo hann er við sitt besta. Hann er í 14.sæti á Evrópulistanum í kringlukasti og náði stigahæsta afreki Íslendings á árinu 2018 í frjálsíþróttum.

Við óskum Guðna Val innilega til hamingju.

X