Íþróttafélag Reykjavíkur

Borgarstjóri heimsótti ÍR-inga

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur leit við í ÍR-heimilinu þar sem hann heimsótti starfsmenn og aðalstjórn félagsins þann 3. júní sl.

Dagur fékk þar leiðsögn um ÍR-svæðið sem er óðum að stækka hratt og því var gengið á milli allra þriggja húsanna sem standa nú á svæðinu, byggð eða í byggingu.

Að lokum var tekið stutt kaffispjall í ÍR-heimilinu.

 

Við þökkum borgarstjóranum og hans fylgdarliði kærlega fyrir ánægjulega heimsókn.

Áfram ÍR!

X