Íþróttafélag Reykjavíkur

100 ár frá fæðingu Guðmundar Þórarinsson

Þann 24. mars næstkomandi hefði Guðmundur Þórarinsson heitinn, frjálsíþróttafrömuður og íþróttakennari orðið hundrað ára. Af því tilefni er öllu íþróttafólki, leiðtogum, sjálfboðaliðum og öðrum sem einhvern tíman æfðu, kepptu eða störfuðu með Guðmundi boðið til samkomu í nýrri íþróttamiðstöð ÍR við Skógarsel sunnudaginn 24. mars kl. 15:00.

Stutt dasgkrá um Guðmund og íþróttafólkið sem hann þjálfaði hjá ÍR og í landsliði Íslands í frjálsíþróttum. Upprifjun, myndasýning, myndatökur og spjall.

Velkomin !

X