Fríða með brons á EM öldunga graphic

Fríða með brons á EM öldunga

30.07.2017 | höf: Kristín Birna

Keppnisdagur Íslendinganna hófst kl. 10:30 út á hjólabraut en þar fór 4 km víðavangshlaup fram. Fínar aðstæður voru á svæðinu, hlýtt og enginn vindur. Fríða Rún Þórðardóttir ÍR keppti þar í 4 km víðavangshlaupi 45 ára en á síðasta EM innanhúss varð hún í 3. sæti í sambærilegu hlaupi. Fjóri flokkar hlupu saman 35, 40, 45 og 50 ára flokkurinn og voru alls 52 konur sem hlupu, 12-13 í 45 ára flokknum. Fríða Rún var örugg í 2-3. sætinu alla leiðina og endaði örugglega í 3. sæti. Hún varð í 9. sæti af öllum í mark á tímanum 13.42 mín en hlaupið vannst á 13:20 mín. Næsta í 45 ára flokki varð númer 24 í mark. Það var skemmtilegt að Írsk varð í fyrsta sæti, Ítölsk í öðru sæti og Íslensk í þrijða sæti.

Fleiri Íslendingar keppa í dag en keppni er ekki lokið og mögulega frestast keppnin eitthvað þar sem stöðva þurfti keppni vegna þruma, eldinga og gríðarlegrar rigningar um hádegið í dag.

X