Frjálsíþróttafólk ÍR hlaut viðurkenningar á uppskeruhátíð FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands hélt sína árlegu uppskeruhátíð 30.11 og voru ÍR ingar atkvæðamiklir þar.

Erna Sóley Gunnarsdóttir, kúluvarpari var kjörin frjálsíþróttakona ársins auk þess að hljóta nafnbótina kastari ársins í kvennaflokki. Guðni Valur Guðnason var kjörinn frjálsíþróttakarl ársins auk þess að vera kastari ársins og sá íslenski frjálsíþróttamaður sem hlaut hvað flest árangurstengd stig (IAAF) á árinu.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var kjörin spretthlaupari ársins í kvennaflokki.

Andrea Kolbeinsdóttir hlaut öll þrenn verðlaun; götuhlaupari ársins, langhlaupari ársins og utanvegahlaupari ársins.

Arnar Logi Brynjarsson var valinn “ungmenni ársins” í karlaflokki en hann keppir í spretthlaupum.

ÍR óskar þeim innilega til hamingju og góðs gengis á komandi ári sem er stórt vegna HM inni, EM úti og Ólympíuleika.

X