Íslandsmeistaramót unglinga í kumite 2016 fór fram laugardaginn 22. október í Fylkissetrinu í Norðlingaholti. Um 60 unglingar, bæði piltar og stúlkur, á aldrinum 12-17 ára voru skráðir til leiks frá níu félögum. Keppendum var skipt í flokka eftir aldri og þyngd. Keppendur frá karatedeild ÍR voru átta, fimm þeirra lentu í úrslitum í sínum flokki.
Í -68 kg flokki 16-17 ára unnu tveir keppendur frá Karatedeild ÍR til verðlauna, þeir Aron Anh Ky Huynh sem varð Íslandsmeistari og Matthías Bijan Montazeri sem varð í 2. sæti.
Í flokki 12 ára varð Leszek Kisielewski frá Karatedeild ÍR í 2. sæti.
Í -45kg flokki 13 ára varð Tómas Nói Emilsson frá Karatedeild ÍR í 3. sæti.
Í +45kg flokki 13 ára varð Sveinn Logi Birgisson frá Karatedeild ÍR í 3. sæti.