Úrvalshópur FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands tilkynnti á dögunum hverjir hefðu náð lágmörkum í Úrvalshóp FRÍ 2022-23.
Að sjálfsögðu átti Frjálsíþróttadeild ÍR góðan hóp íþróttafólks sem náð hefur þessum áfanga en valið er í
hópinn út frá árangri utanhúss 2022. Hópinn skipa 39 íþróttamenn og eru eftirfarandi ÍR-ingar í hópnum
en árangursviðmið inn í hópinn má finna hér Árangursviðmið Úrvalshópur FRÍ – Frjálsíþróttasamband
Íslands (fri.is)
Arnar Logi Brynjarsson (100m, 200m)
Bergur Sigurlinni Sigurðsson (200m)
Júlía Mekkín Guðjónsdóttir (100m, 200m, 300m, 80m grind, 300m grind)
Kristín Rut Blöndal (200m)
Sóley Kristín Einarsdóttir (hástökk)
Helga Lilja Eyþórsdóttir (spjótkast)

Við óskum þeim til hamingju með þennan áfanga og þeim sem eru alveg við dyrnar til hamingju með það
og góðs gengis við að ná þeim sekúndum, mínútum, cm eða fjölþrautarstigum sem upp á vantar.

Fríða Rún Þórðardóttir
Formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR

X