Softball-mót 15. október

Nú fer að styttast í skemmtilegasta mót ársins. Softballmót ÍR verður haldið 15. okt í nýja og glæsilega íþróttahúsinu okkar við Skógarsel.

Áhugamanna- og atvinnumannadeild og því geta allir tekið þátt, sérsniðið fyrir vinahópa. Stærstu verðlaunin mótsins eru fyrir flottasta búninginn. Helstu reglur: 5 inn á í einu, 2 mörk fyrir flott tilþrif, sundgleraugna refsingin. DJ og kynnir sjá um að halda uppi fjörinu og allir keppendur frá flotta teiggjöf.

Lokahófið hefst kl 20:00 í ÍR heimilinu með geggjuðum fordrykk og verðlaunaafhendingu. Karaoke-herbergið verður á sínum stað og svo verður hent í rosalega ballstemmingu og DJ´ar loka kvöldinu eins og þeim er einum lagið.

Skráning: softballmotir@gmail.com
Kostnaður: 3500 kr á þátttakanda
Miðinn gildir inn á kvöldið
Skráningafrestur út 11. okt.

 

X