Róbert Elís og Benedikt Þórir spiluðu fyrir U-15

Ísland spilaði gegn Færeyjum í vikunni í U15 ára liði drengja. Fyrri leikurinn fór 4-1 fyrir Ísland og sá seinni 1-0 fyrir Ísland.

Þeir Benedikt Þórir Jóhannsson og Róbert Elís Hlynsson spiluðu leikina og stóðu sig með sóma. Róbert Elís var á skotskónum í seinni leik liðanna og setti eina mark leiksins í góðum sigri Íslands. Von er á drengjunum til landsins í dag þar sem þeir halda áfram í sínum verkefnum með 3.flokk og 2.flokk.

Ef þið hittið drengina á ÍR svæðinu á næstu dögum, þá megið þið endilega gefa þeim high five ✋

X