Sjö keppendur frá ÍR hafa verið valdir af stjórn FRÍ, íþrótta- og afreksnefnd FRÍ og afreksstjóra til þátttöku fyrir Íslands hönd á tveimur mótum helgina 11. til 12.júní.
Mótin fara fram sömu helgi, annars vegar Norðurlandamót í fjölþrautum í Seinajoki í Finnlandi og hins vegar Smáþjóðameistaramót á Möltu.
NM Í fjölþrautum, Seinajoki Finnlandi 11. og 12. júní
Dagur Fannar Einarsson, tugþraut karla
Smáþjóðameistaramót – Möltu 11. júní
Dagur Andri Einarsson, 100m, boðhlaup
Sæmundur Ólafsson, 800m, boðhlaup
Elísabet Rut Rúnarsdóttir, sleggjukast
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 100m, 200m, boðhlaup
Hildigunnur Þórarinsdóttir, langstökk, boðhlaup
Tiana Ósk Whitworth, 100m, 200m, boðhlaup