Mikil gleði á Bronsleikum ÍR

Merki Bronsleika ÍR

Bronsleikar ÍR fóru fram í 7. sinn í Laugardalshöll í dag. Bronsleikar ÍR eru haldnir ár hvert til að minnast þess að Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Það eru krakkar 11 ára og yngri sem spreyta sig á Bronsleikum ÍR þar sem leikgleðin er í fyrsta sæti og allir eru sigurvegarar. Tveir elstu árgangarnir kepptu í 4þraut sem saman stóð af kúluvarpi, langstökki, 60m og 600m hlaupi.Úrslit í 4þrautinni má finna á vef Frjálsíþróttasambands Íslands Yngri börnin kepptu í fjölþraut barna. Allir fengu svo bronspening um hálsinn að lokinni keppni.

Það þarf 40 mannst til að undirbúa og framkvæma mót sem þetta og það voru félagar úr meistarflokki ÍR sem báru hitann og þungann af framkvæmdinni ásamt foreldrum þeirra ÍR-inga sem tóku þátt í mótinu. Mótanefnd frjálsíþróttadeildar sá um undirbúninginn. Við þökkum keppendum öllum kærlega fyrir komuna og starfmönnum þökkum við sérlega vel unnin störf.

X