Þjálfarar óskast fyrir yngri flokka handknattleiksdeildar

Thjalfarar

Vilt þú taka þátt í frábærri uppbyggingu yngri flokka starfi ÍR og vinna með metnaðarfullum og skemmtilegum þjálfurum? Við leitum að fagþjálfurum til að sinna þjálfun einstakra yngri flokka deildarinnar.

Við þjálfun yngri flokka hjá ÍR er farið eftir stefnumótun og kennsluskrá sem yfirþjálfari deildarinnar útbýr sem styður við uppbyggingu og framtíðarsýn deildarinnar. Mikil fjölgun hefur verið meðal iðkenda handknattleiksdeildar og er ætlunin að byggja frekar undir það góða starf.
Krefjandi en skemmtilegt og uppbyggilegt starf í frábæru umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun og utanumhald yngri flokka handknattleiksdeildar, fjöldi æfinga í viku misjafn eftir flokki (2 – 5 skipti).
  • Þjálfarar handknattleiksdeildar gegna lykilhlutverki í því að skapa uppbyggilegan og heilbrigðan félagsanda og stuðla jafnframt að því að framkoma iðkenda sé félaginu ávallt til sóma sem og að sjá til þess að hver iðkandi fái verkefni við sitt hæfi þannig að allir njóti sín sem best.
Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Þjálfarastig frá ÍSÍ og/eða HSÍ æskilegt
  • Mannleg samskipti, sveiganleiki og lipurð skilyrði
  • Reynsla af þjálfun kostur
  • Hreint sakavottorð skilyrði
Hægt er að sækja um með því að senda umsókn á bjarni@ir.is eða inn á Alfred 👉 https://alfred.is/starf/yngri-flokka-thjalfarar-2021-22
Nánari upplýsingar veitir Bjarni Hallgrímur, stjórn handknattleiksdeildar ÍR. Netfang: bjarni@ir.is.
X