Skíðaæfingar hafnar í Bláfjöllum

Skíðaæfingar hófust í Bláfjöllum nú um helgina fyrir börn fædd 2005 og síðar. Eins og margt annað þessa dagana þá eru æfingar háðar sóttvarnartakmörkunum og eru allir skálar lokaðir. Mikil eftirvænting var hjá iðkendum að komast á skíði og hafði kuldinn sem gengið hefur yfir landið undanfarna daga lítil áhrif á. Við minnum á að nýir iðkendur eru velkomnir á æfingu og það kostar ekkert að prófa að mæta, áhugasamir geta skoðað upplýsingar hér.

X