Meistaraflokkur kvenna sótti tvö stig heim eftir frábæran sigur gegn Víking í gær!

MFL KVK 25 sept

Önnur umferð Grill 66 deild kvenna fór fram í gær þar sem ÍR stelpur sóttu tvö stig heim eftir frábæran sigur gegn Víking! Okkar stúlkur áttu mjög góðan leik í gær og unnu sannfærandi sigur 30-21 eftir að hafa verið 15-10 yfir í hálfleik. ÍR stúlkur spiluðu hraðan og skemmtilegan handbolta og spiluðu mun betri leik en gegn Fjölni/Fylki í 1.umferð.

Í markinu byrjaði Karen Ösp Guðbjartsdóttir sem varði mjög vel og oft úr opnum færum og var fljót að koma boltanum í leik sem skilaði sér í hraðupphlaupum og mörkum úr annarri bylgju. Vörnin var góð í þessum leik og mikil barátta einkenndi spilamennsku ÍR. Ólöf var gríðarsterk sérstaklega í sóknarleiknum skoraði 8 mörk þrátt fyrir að Víkingsstúlkur legðu mikið upp úr því að stoppa hana. Laufey stjórnaði sóknarleiknum vel með hraða sínum og skoraði 4 glæsileg mörk og eitthvað sem segir mér að frábær skottækni hennar eigi eftir að skila ófáum glæsimörkum í vetur. Stefanía kom mjög sterk inn í leikinn nýtti færin sín vel skoraði 4 mörk og barðist vel fyrir liðið. Jóhanna stjórnaði vörninni og komust Víkingar ekkert áleiðis gegn sterkri vörn.

Fjórir leikmenn úr hinum skemmtilega 2004 árgangi spiluðu mikið, Dagbjört spilaði í hægra horni og nýtti færin sín afar vel í leiknum og er eitthvað sem segir mér að hún eigi eftir að skora mörg mörk úr hraðupphlaupum í vetur. Anna var mjög sterk á línunni skoraði 3 mörk ásamt því að opna mikið fyrir aðra leikmenn, Matthildur kom inn með mikinn hraða og baráttu þann tíma sem hún spilaði og Agnes kom inná og varði m.a. víti.

Besti leikmaður Víkings í leiknum var Arna Þyrí Ólafsdóttir sem skoraði 7 mörk ásamt að leggja upp fjölmörg mörk. Heilt yfir frábær leikur og mikil stígandi í liði ÍR frá síðasta leik.

Mörk ÍR:
Ólöf Marín Hlynsdóttir 8
Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4
Laufey Lára Höskuldsdóttir 4
Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 4
Anna María Aðalsteinsdóttir 3
Guðrún Maryam Rayadh 2
Jóhanna Björk Viktorsdóttir 2
Adda Sólbjört Högnadóttir 1
Fanney Ösp Finnsdóttir 1
Matthildur Lilja Jónsdóttir 1

Tvær umferðir loknar í Grill 66 deild kvenna og þrjár í Olís deild karla.
Hvetjum að sjálfsögðu alla ÍR’inga til að leggja leið sína í Austurbergið og styðja flokkana okkar, þar sem meistaraflokkur karla á næst heimaleik þann 12.október gegn Selfoss en meistaraflokkur kvenna 23. október gegn Aftureldingu.

Áfram ÍR!

 

X