ÍR-ingar að gera það gott í hlaupum

Tiana Ósk öflugá skólamóti í USA

Spretthlauparinn úr ÍR, hún Tiana Ósk Whitworth, gerði það gott á utanhússmóti í Bandaríkjunum helgina 7. – 8. desember sl. Þar keppti hún í þremur greinum, þ.e. 60m, 150m og var í sveit skólans í 4×400m boðhlaupi. Hún varð önnur í 60m hlaupinu á tímanum 7,64 sek (vindur 0,0 m/s) og setti þar með Íslandsmet, sem er vel við hæfi enda er hún þar með orðin methafi í þeirri vegalengd bæði innan- og utanhúss. Innanhússmetinu deilir hún með öðrum ÍR-ingi, Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttir, og er það annar glæsilegur tími, 7,47 sek.

Fyrra utanhússmetið hafði staðið frá 2013 og var það í eigu Hafdísar Sigurðardóttur UFA(7,68 sek.). Þriðja sætið varð hlutskipti Tiönu í 150m og var tími hennar 17,92 sek. (meðvindur 1,7 m/s). Loks varð sveit hennar í 4×400m boðhlaupi í öðru sæti á 3:49,60 sek.

Það verður spennandi að fylgjast með Tiönu í vetur en það verður þó að mestu leyti úr fjarlægð enda hóf hún nám við San Diego State University í Bandaríkjunum í haust og keppir því væntanlega ekki mikið á Íslandi á næstunni.

Hér má sjá heildarúrslit mótsins.

Hlynur Andrésson á EM í víðavangshlaupum

Hlynur Andrésson, sem á uppskeruhátíð FRÍ var valinn, götu-, lang- og millivegalengdahlaupari ársins 2019, keppti sunnudaginn 8. desember sl. á Evrópumótinu í víðavangshlaupum í Lissabon í Portúgal. Hlaupið var 10.225 metra langt og fór fram á mjög krefjandi graskúrsi á almennings útivistarsvæði í Lissabon. Hlaupnir voru tveir 500m hringir og sex 1500m hringir og var hver hringur meira og minna upp og niður stuttar brekkur og snarpar beygjur. Endaspretturinn var um 300m, fyrst niður brekku og síðan 120m beinn kafli í mark. Hlynur varð fyrir ofan miðju því hann kom fertugasti í mark af þeim 92 keppendum sem hófu hlaupið en tíu keppendur luku ekk keppni. Af norðurlandabúum varð Hlynur 6. í mark sem er mjög flottur árangur.Tími Hlyns í hlaupinu var 31:56 mínúta sem er mjög glæsilegur tími í 10km en Íslandsmet hans á braut eru 29:20 mín og 29:49 mín á götu.Sigurvegarinn var Robel Fsiha frá Svíþjóð á 29:49 mínútum en hann háði mikla baráttu við Aras Kaya frá Tyrklandi og voru þeir samferða nánast allt hlaupið og Aras lengi skrefinu á undan, Robel var þó sterkar á síðasta hringnum. Það má í þessu samhengi rifja upp að Hlynur hafnaðií 2. sæti á NM í víðavangshlaupumsem fram fór í nóvember. Þetta er frábær árangur hjá Hlyni en hann hefur jafnan verið mjög sterkur í víðavangshlaupum til að mynda á námsárunum í Bandaríkjnunum en undanfarið hefur hann þó lagt meiri áherslu á brautar- og götuhlaup.

Hér má sjá öll úrslit mótsins.

X