Golfmót ÍR verður haldið í Þorlákshöfn, 5. september.
Golfmeistarar ÍR 2020 verða krýndir bæði í konu og karla flokki.
Vinningar fyrir 1 til 3 sæti (karla og konu)
Verðlaun fyrir að vera næst holu á öllum par 3 (5 brautir).
Glæsilegar teiggjafir fá þeir fyrstu 48 aðilar, sem greiða þátttökugjaldið.
Þátttökugjald er kr 8.000 sem greiðist inn á reikning : Kt.670169-1549, banki; 0115-26-6701.
Tilkynningu skal senda á olafurgylfason@yahoo.com með nafni þátttakenda og kennitölu.
Skrá sig golfmótið hér: https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2601673/info
Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni.
Hámarksforgjöf: 24 karlar og 28 konur.
Aðeins þeir sem eru í klúbbi með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna, aðrir leika sem gestir.
Verði tveir einstaklingar jafnir í verðlaunasæti, þá sigrar sá sem er með fleiri punkta á seinni níu holunum. Séu þeir enn jafnir gilda síðustu 6 holurnar og þá síðustu 3 holurnar og þá 18 hola. Ef aðilar eru enn jafnir skal kasta hlutkesti.
Rástímar eru frá kl. 11.00 til 13.00, en mótsstjórn áskilur sé rétt til að þjappa ráshópum og skráningum saman frá kl 11.00 verði ekki skráning í alla teigtímana.
Verðlaunaafhending verður í ÍR heimilinu kl. 20 þar sem boðið verður uppá kvöldverð sem er innifalinn í þátttökugjaldinu. Þar verður einnig dregið úr skorkortum í ÍR heimilinu.
Matseðill: Villikryddað lambalæri, dijonmarineruð kalkúnabringa, rjómasveppasósa, bernaisesósa, smjörsteikt smælki, ferskt salat, smjörsoðinn mais.
Opnað verður fyrir skráningu þriðjudaginn 18. ágúst.
Fyrstur kemur fyrstur fær, aðeins þessir rástímar.
Allur ágóði af golfmótinu rennur beint í að styrkja deildir ÍR.
Kær kveðja, Siggeir, Vigfús og Óli, sjálfskipaðir mótsstjórar 😄
Áfram ÍR!