Nú rétt í þessu lauk riðli 1 í forkeppni keilunnar á Reykjavíkurleiknum. Tveir fullkomnir leikir komu í þessum riðli, Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson sem spilar með Höganas Svíþjóð setti í einn 300 leik strax í öðrum leik dagsins. Hann var svo í harðri keppni í 6. og síðasta leik riðilsins við félaga sinn Svíann Mattias Möller en þeir felldu báðir inn í 10. ramma. Arnari mistókst að ná öðrum 300 leik dagsins en lék engu að síðu 297 á meðan Möller náði að klára og tók þar með annan 300 leik dagsins.
Þrír efstu í dag urðu annars Mattias Möller frá Svíþjóð með 1.575 seríu eða 262,5 í meðaltal. Annar varð Daninn og sigurvegari RIG 2018 Jesper Agerbo með 1.514 seríu eða 252,3 og í 3. sæti varð landi hans og SAS klúbbfélagi Erik Nørgaard Svensson með 1.431 seríu eða 238,5 í meðaltal.
Í dag verða leiknir 2 riðlar á mótinu og það heldur síðan áfram á morgun með öðrum tveim riðlum. Streymt er beint frá riðlunum á Fésbókarsíðu RIG Bowling. Stöður og úrslit má finna á vef mótsins