Aníta og Guðni Valur íþróttafólk ÍR 2018

Aníta og Guðni Valur Íþróttafólk ÍR 2018
Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona og Guðni Valur Guðnason frjálsíþróttakarl voru útnefnd íþróttakona og íþróttakarl ársins 2018 hjá ÍR á verðlaunahátíð félagsins sem haldin var í gærkvöld.
Hver deild innan ÍR tilnefndi íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2018 og úr þeim hópi valdi aðalstjórn þau Anítu og Guðna Val.

Aníta setti m.a. glæsilegt Íslandsmet í 1500 m hlaupi innanhúss á árinu og var stigahæsta frjálsíþróttakona ársins á Íslandi. Guðni Valur kastaði öðru lengsta kasti sögunnar í kringlukasti á árinu og náði stigahæsta afreki Íslendings á árinu í frjálsíþróttum.
Guðni Valur og Aníta voru valin úr hópi allra iðkenda hjá ÍR en hægt er að iðka 10 mismunandi íþróttagreinar hjá félaginu.

Þeir íþróttamenn sem tilnefndir voru frá deildum ÍR:

Frjálsíþróttakona ÍR 2018
Aníta Hinriksdóttir

Frjálsíþróttakarl ÍR 2018
Guðni Valur Guðnason

Handknattleikskona ÍR 2018
Karen Tinna Demian

Handknattleikskarl ÍR 2018
Sveinn Andri Sveinsson

Júdókona ÍR 2018
Aleksandra Lis

Júdókarl ÍR 2018
Matthías Stefánsson

Karatekona ÍR 2018
Branka P. Aleksandarsdóttir

Karatekarl ÍR 2018
Aron Anh Ky Huynh

Keilukona ÍR 2018
Ástrós Pétursdóttir

Keilukarl ÍR 2018
Einar Már Björnsson

Knattspyrnukona ÍR 2018
Sandra Dögg Bjarnadóttir

Knattspyrnukarl ÍR 2018
Már Viðarsson

Körfuknattleikskona ÍR 2018
Nína Jenný Kristjánsdóttir

Körfuknattleikskarl ÍR 2018
Hákon Örn Hjálmarsson

Skíðakona ÍR 2018
Halldóra Gísladóttir

Skíðakarl ÍR 2018
Sigurður Hauksson

Taekwondokona ÍR 2018
Ibtisam El Bouazzati

Taekwondokarl ÍR 2018
Gabríel Kristján Kristjánsson Grimm

Við óskum öllum íþróttamönnunum innilega til hamingju

 

silfur

Sjálfboðaliðar ÍR heiðraðir

Nítján einstaklingar sem lagt hafa félaginu lið með ómældri sjálfboðavinnu og stuðningi voru heiðraðir með silfurmerki og gullmerki ÍR á verðlaunahátíð félagsins sem fram fór fimmtudaginn 27. desember sl. Öllum þessum einstaklingum eru þökkuð frábær störf í þágu félagsins og þess jafnframt óskað að við getum notið krafta þeirra um ókomna tíð.

Þeir sem hlutu silfurmerki ÍR að þessu sinni eru eftirtaldir:

Guðmundur Axel Hansen
Guðni Ingi Pálsson
Hafþór Harðarsson
Haukur Þór Haraldsson
Haukur Sigurðsson
Helga Stefánsdóttir
Hilmar Magnússon
Hrafnhildur Úlfarsdóttir
Hróbjartur Jónatansson
Magnea Guðmundsdóttir
Magnús Þór Jónsson
Reynir Leví Guðmundsson
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Tómasdóttir
Sigurður Albert Ármansson
Þorsteinn Jóhannesson

 

gull

Þeir sem hlutu gullmerki ÍR að þessu sinni eru eftirtaldir:

Áslaug Ívarsdóttir
Hörður Ingi Jóhannsson
Stefán Valsson

X