Laugardaginn 15.des var Jólamót ÍR og Toppveitinga haldið í Egilshöll. Mikil þátttaka var í mótinu og alls kepptu 50 keilarar í mótinu en mótið er flokkaskipt.
Úrslit mótsins fóru annars á þann veg að í stjörnuflokki var það Steindór Máni Björnsson úr ÍR sem sigraði með 708 seríu,
annar varð Róbert Dan Sigurðsson úr ÍR með 662 og í þriðja var Björn G Sigurðsson úr KFR með 654
Í A flokki varð það Sigurbjörn S Vilhjálmsson úr ÍR sem varð í fyrsta sæti með 619 seríu.
Hannes Jón Hannesson ÍR varð í 2. sæti með 558 og Svavar Þór Einarsson ÍR varð í 3. sæti með 538.
Í B flokki varð Jóhann Á Jóhannsson úr ÍR í 1. sæti með 586 seríu.
2. varð Sigurður Björn Bjarkason ÍR með 555 og í 3. sæti varð Anna Kristín Óladóttir ÍR með 528.
Í C flokki varð Ágústa Kristín Jónsdóttir ÍA í 1. sæti með 508 seríu.
2. varð Herdís Gunnarsdóttir úr ÍR með 499 og í 3. sæti varð Guðbjörn Joshua Guðjónsson KFR með 494.
Í D flokki varð Geirdís Hanna Kristjánsdóttir ÍR í 1. sæti með 462 seríu.
2. varð Fjóla Dís Helgadóttir KFR með 456 og Egill Baldursson úr ÍR sem varð í 3. sæti með 451.
Að loknu móti var keppt í fellupotti þar sem keilarar gátu spreytt sig á að ná sem flestum fellum í röð. Í vinning var m.a. áritaður bolur sem Tommy Jones frá Bandaríkjunum spilaði í þegar hann vann Weber Cup. Varð það Gústaf Smári Björnsson KFR sem fór lengst í fellukeppninni og náði 6 fellum í röð.
Keiludeild ÍR þakkar þátttakendum fyrir skemmtilegt mót og óskar keilurum gleðilegra jóla.
Sjá má heildarúrslit neðst í fréttinni.