ÍR-ingar sigurvegarar MÍ 15-22 ára 15. árið í röð

ÍR-ingar sigurvegarar á MÍ 15-22 ára 2018

Meistaramót Íslands 15-22 ára var haldið í Laugardalnum um helgina. Eftir harða og skemmtilega keppni stóð lið ÍR uppi sem sigurvegarar í heildarstigakeppninni með 409,5 stig, 25 stigum meira en lið HSK/Selfoss, sem varð í í öðru sæti. Lið Breiðabliks hafnaði í þriðja sæti með 313 stig. Er þetta fimmtánda árið í röð sem ÍR-ingar bera sigur úr býtum. ÍR-ingar sigruðu einnig í aldursflokkum 16-17 ára og 18-19 ára pilta og 18-19 ára stúlkna.

ÍR-ingar hlutu flest verðlaun á mótinu, alls 72, tíu fleiri en HSK/Selfoss. Þar af voru 29 gullverðlaun, 20 silfur og 23 brons. Mikið var um persónulegar bætingar meðal okkar keppenda og settu ÍR-ingar sex mótsmet. Iðunn Björg Arnaldsdóttir setti tvö mótsmet í flokki 16-17 ára stúlkna, í 800 m hlaupi þar sem hún hljóp á tímanum 2:22,32 mín og í 3000 m hlaupi sem hún hljóð á 11:35,17 mín. Í 4×100 m hlaupi stúlkna 18-19 ára hljóp sveit ÍR á nýju mótsmeti, 49,30 sek. Sveitina skipuðu þær Vilborg María Loftsdóttir, Hildigunnur Þórarinsdóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Tiana Ósk Whitworth. Hildigunnur setti einnig mótsmet í þrístökki í sama aldursflokki með stökki upp á 11,66 m. Elísabet Rut Rúnarsdóttir kastaði sleggjunni 63,40 m og setti þar með mótsmet í sleggjukasti 16-17 ára stúlkna og í stangarstökki 20-22 ára stúlkna setti Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal mótsmet þegar hún stökk 3,0 m. Þá sigraði Tiana Ósk í 100 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 11,78 m, sem er undir gildandi mótsmeti en vindur mældist yfir leyfilegum mörkum (2,1 m/s),

Öll úrslit mótsins

 

 

 

 

 

X