Arnar Davíð Jónsson sigrar forkeppni AMF 2018

Nú í dag lauk íslensku forkeppninni fyrir Qubica AMF World Cup 2018 en keiludeild ÍR heldur þetta mót árlega. Arnar Davíð Jónsson úr Keilufélagi Reykjavíkur sigraði keppnina í ár og vann sér því þátttökurétt á 54. Qubica AMF World Cup sem fram fer í Las Vegas 4. til 11. nóvember n.k. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR varð stigahæst kvenna á mótinu og hlýtur því einnig þátttökurétt á þessu móti en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmót m.v. fjölda þátttökuþjóða.

Keppnin í morgun hófst á 8 manna Round Robin keppni þar sem 8 stigahæstu keilararnir eftir forkeppnirnar þrjár kepptu sín á milli. Arnar Davíð tók fljótt forystuna í efsta sætinu en aðrir skiptust á sætum allt fram í síðasta leik. Þá lék Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR 299 og kom sér úr 7. og neðsta sætinu í það 2. Eftir undanúrslitin var staðan þessi:

Sæti Staðan Skor Bónus Alls
1 Arnar Davíð Jónsson 1.621 80 1.701
2 Hlynur Örn Ómarsson 1.525 100 1.625
3 Arnar Sæbergsson 1.496 100 1.596
4 Jón Ingi Ragnarsson 1.514 80 1.594
5 Einar Már Björnsson 1.525 60 1.585
6 Gústaf Smári Björnsson 1.501 80 1.581
7 Gunnar Þór Ásgeirsson 1.464 60 1.524

 

Það voru því Jón Ingi Ragnarsson úr KFR og Arnar Sæbergsson úr ÍR sem mættust í fyrsta leik í úrslitunum. Arnar þurfti 3 fellur í 10. rammanum til að slá Jón Inga út og það tókst honum með 214 leik gegn 213. Mikil spenna þar á ferð. Arnar mætti næst Hlyni Erni og líklega var bæði spennufall hjá Arnari auk þess sem Hlynur hélt áfram frá 299 leiknum, hann opnaði 1. ramman en felldi síðan 7 í röð og náði 245 gegn 172. Hlynur lék því til úrslita við Arnar Davíð. Þar var spennan ekki síðri en í fyrsta leiknum og sigraði Arnar með aðeins tveggja pinna mun 190 gegn 188.

Arnar Davíð er því AMF meistari 2018 – Til hamingju.

Á Facebook síðu ÍR má sjá videó frá keppninni í ár sem og úrslitunum

X