Á keppnistímabilinu 2018 til 2019 mun ÍR eiga fjögur af 6 liðum sem keppa í 1. deild kvenna og hefur ÍR aldrei haft svo mörg lið í efstu deild kvenna eftir að kvennadeildinni var skipt upp. Þetta eru lið ÍR TT sem keppa í næstu viku til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna 2018 en ÍR TT varð síðast Íslandsmeistari 2013 og þar áður 2012 og 2010 auk þess sem þær sigruðu Bikarkeppni KLÍ 2016, ÍR Buff sem urðu bæði Íslands- og Bikarmeistarar 2015, ÍR BK og ÍR SK sem unnu sig upp úr 2. deildinni á nýloknu tímabili. Auk þess verður til nýtt lið innan ÍR á næsta tímabili, skipað ungum stúlkum sem æfa hjá félaginu, ásamt tveim öðrum liðum innan ÍR sem halda væntanlega áfram en það eru lið ÍR N og ÍR KK en þessi lið keppa þá í 2. deild kvenna á komandi tímabili. Greinilega gróska í kvennakeilunni hjá ÍR.