ÍR fimleikar í sumar
ÍR fimleikar munu standa fyrir sumarnámskeiði í fimleikum frá 12. júní til og með 31. júlí, að því gefnu að næg þátttaka náist. Verð fyrir námskeiðið er kr. 15.000.- Æft verður á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15:30 – 17:00 í Breiðholtsskóla. Námskeiðið er ætlað börnum fæddum 2011-2007. Námskeiðið hentar bæði byrjendum sem og þeim sem hafa áður æft með deildinni. Þjálfarar verða þær Elíana Sigurjónsdóttir og Tiana Ósk Whitworth auk gestakennara.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir frida@heilsutorg.is eða í síma 8988798