Ný stjórn keiludeildar

Á miðvikudaginn var hélt keiludeildin aðalfund sinn. Á fundinn mættu um 20 manns. Dagskrá var skv. venju, skýrsla stjórnar lesin, fari yfir ársreikningana, ný stjórn kjörin og málefnin rædd. Afkoma deildarinnar er enn eitt árið jákvæð og staða hennar því góð. Framundan eru ýmis verkefni s.s. að halda áfram þeirri vinnu að keilan fái sína aðstöðu til æfinga og keppni.

Ný stjórn deildarinnar var kjörin og er eftirfarandi:

  • Svavar Þór Einarsson – Formaður
  • Einar Hafsteinn Árnason – Varaformaður
  • Daníel Ingi Gottskálksson – Meðstjórnandi
  • Halldóra Í Ingvarsdóttir – Gjaldkeri
  • Einar Már Björnsson – Ritari

Varamenn í stjórn eru:

  • Karen Hilmarsdóttir
  • Sigríður Klemensdóttir

Fráfarandi formaður Jóhann Á Jóhannsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu þar sem hann ætlar í framboð til stjórnar Keilusambandsins á komandi þingi þess 27. maí n.k. sem verður að þessu sinni haldið í ÍR heimilinu.

Hér má sjá skýrslu keiludeildar, fundargerð kemur inn síðar.

X