Aníta á HM í Birmingham

Aníta Hinriksdóttir

Aníta Hinriksdóttir er eini íslenski frjálsíþróttamaðurinn á HM innanhúss í þetta sinn en hún náði lágmarki í bæði 800m og 1500m. Hún valdi 1500 m sem sína keppnisgrein og hefur hún keppni  í undanrásum í kvöld ásamt 30 öðrum hlaupakonum. Undanrásirnar hefjast kl. 19:42 og er Aníta í þriðja og síðasta riðli sem verður ræstur 19:58. Tími Anítu, 4:09.54 mín síðan 6. janúar sl. er sá 19. besti ef litið er til ársbesta árangurs keppenda.  8-9 keppendur eru í hverjum riðli og  tvær fyrstu í hverjum riðli og þrjár til viðbótar komast áfram í úrslit.  Í riðli Anítu eiga tvær tíma upp á 4:04 mín, tvær 4:07 og síðan á ein 4:09 eins og Aníta. Það verður því hörð keppni um þessi fáu sæti í úrslitahlaupinu sem hlaupið verður á laugardagskvöld. Við óskum Anítu góðs gengis.

Tengill beint inn á riðlana á morgun: https://www.iaaf.org/competitions/iaaf-world-indoor-championships/iaaf-world-indoor-championships-6019/results/women/1500-metres/heats/startlist#resultheader

Fríða Rún Þórðardóttir tók saman.

X