MÍ öldunga fór fram um helgina í Laugardalshöll. Keppendur voru 68 talsins frá 19 félögum og héraðssamböndum, þar af 16 konur. ÍR-ingar voru heldur færri en vanalega eða átta talsins en þó varð liðið í 3. sæti í stigakeppninni með 79 stig, aðeins 4 stigum minna en lið Ármanns. ÍR ingar hlutu 11 gull og 2 silfur sem er stórglæsilegt.
Halldór Matthíasson sigraði í kúluvarpi 65-69 ára með 8,14 m en Elías Sveinsson varð í 2. sæti með nákvæmlega jafn langt kast og Halldór sem kastaði næstlengsta kast sitt lengra en Elías. Halldór varð síðan annar í stangarstökki með 2m. stökk
Jón H Magnússon sigraði í kúluvarpi með 9,01 m í flokki 80-84 ára
Í flokki 65-69 ára kvenna sigraði Kolbrún Stefánsdóttir ÍR í 60m á 11,66 sek, langstökki með 2,84 m, 200m á 44,55 sek og kúluvarpi með 6,90m
Fríða Rún Þórðardóttir sigraði í 800m hlaupi 45-49 ára á 2:32,64 mín, 3000m hlaupi á 11:02,99 mín og 400m hlaupi á 70.24 sek sem er Íslandsmet í flokknum en Fríða Rún átti sjálf fyrr met frá því í fyrra.
Þórólfur Ingi Þórsson sigarði með yfirburðum í 3000m karla 40-45 ára á 9:18,74 mín. Jósep Magnússon varð 2. á 10:13,21 mín.
Gígja Gunnlaugsdóttir varð Íslandsmeistari í 3000m 35-39 ára á 11:35,65 mín.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman