Tilkynnt hefur verið hvaða íþróttamenn munu keppa fyrir Íslanda hönd á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Uppsala í Svíþjóð sunnudaginn 11. febrúar.
Af 11 íslenskum keppendum eru fimm ÍR-ingar, þau Tiana Ósk Withworth (60 m), Ívar Kristinn Jasonarson (400 m) , Einar Daði Lárusson (60 m grind), Hulda Þorsteinsdóttir (stangarstökk) og Guðni Valur Guðnason (kúluvarp).
Ísland og Danmörk senda sameinilegt lið til keppni.
Á vef Frjálsíþróttasambandsins má finna nánari upplýsingar um mótið.
Við óskum ÍR-ingum og öðrum íslenskum keppendum góðs gengis!