Upplýsingar um fræðslu, forvarnir og viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

Hjá ÍSÍ er nú unnið að endurskoðun fræðslu, viðbragða og eftirfylgni vegna kynferðislegs áreitis og ofbeldis innan íþróttahreyfingarinnar.  Sú vinna er unnin í samstarfi við þau ráðuneyti sem slík mál heyra undir.

Hjá ÍR munum við fylgja þeirri stefnu sem ÍSÍ hefur mótað og mun móta varðandi þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Sjá tilkynnningu frá ÍSÍ hér að neðan.

 

Ágætu sambandsaðilar.

Í ljósi umræðunnar í kjölfar #metoo vill ÍSÍ benda félögum og öðrum sambandsaðilum á það efni sem til er og má finna á vefsíðu ÍSÍ hér: http://isi.is/fraedsla/fraedsla-um-forvarnir/

  • Bæklingurinn Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum.
  • Hegðunarviðmið ÍSÍ og Siðareglur ÍSÍ sem félög geta haft að leiðarljósi við samningu siðareglna eða tekið þær óbreytt upp.
  • Viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum.
  • Tillaga að samþykki um uppflettingu í sakaskrá.

Besta forvörnin felst í því að fræða, eiga góðar siðareglur og að opið og jákvætt andrúmsloft ríki í félaginu. Þegar nýr þjálfari hefur störf innan félagsins er æskilegt að fá meðmæli frá félögum sem hann hefur þjálfað hjá og fara yfir siðareglur félagsins.

Ef grunur leikur á kynferðislegu ofbeldi eða einhverjar spurningar vakna skal hafa samband við Barnavernd í því sveitarfélagi þar sem brotið er framið ef um barn er að ræða og tilkynna í nafni félagsins. Ef um fullorðinn einstakling er að ræða skal hringt í lögreglu í síma 112.

Vert er að benda á vefsíðu Stjórnarráðsins, en þar má lesa um verkefnið Vitundarvakning, sem hefur það markmið að veita fræðslu og sinna forvörnum til að sporna gegn kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi gegn börnum (https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/malefni-barna/ofbeldi-gegn-bornum-fraedsluefni/ )

 

Kær kveðja

Ragnhildur Skúladóttir

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands / The National Olympic and Sports Association of Iceland

Sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs

(+354) 514 4000 / (+354) 863 4767

www.isi.is

 

 

X