Aron Anh Ky Huynh karatekarl ársins 2017

Stjórn Kara­tes­am­bands Íslands hef­ur út­nefnt ÍR-inginn Aron Anh Ky Huynh karatekarl ársins 2017 og Ivetu C. Ivanovu úr Fylki kara­tekonu árs­ins 2017.

Í fréttatilkynningu frá Karatesambandi Íslands kemur eftirfarandi fram:

Aron Anh er efnilegur kara­temaður sem hef­ur verið vaxandi í keppni í ár og hef­ur ein­beitt sér að keppni í kata á þessu ári. Aron Anh er fyrsti smáþjóðameist­ar­inn fyr­ir Íslands hönd og er nú­ver­andi bikarmeistari á sínu öðru keppnis­ári í full­orðins­flokki auk þess að vera Íslandsmeistari full­orðinna í kata. Aron Anh er einnig bikar­meist­ari ung­linga í kata ásamt því að vera í verðlauna­sæt­um bæði á ung­linga og full­orðins­mót­um í kata innanlands sem utan.

Aron Anh er núna í 54. sæti á heimslista Alþjóðak­ara­tes­am­bands­ins (WKF) í kata juni­or karla af 117 skráðum keppendum.

Helstu af­rek Aron Anh á ár­inu 2017 voru;

RIG 2017 – kata Juni­or karla 1. sæti

RIG 2017 – kata seni­or karla 2. sæti

RIG 2017 – kumite male juni­or -68 kg 2. sæti

Swed­ish Kata Trop­hy – kata juni­or male 2. sæti

ÍM kata seni­or male 1. sæti

Bikar­mótaröð í kara­te 2017 1. sæti

Grand Prix-mótaröð 2017 kata 16-17 ára dreng­ir 1. sæti

NM 2017 kata juni­or 3. sæti

SSEKF Andorra kata male juni­or 1. sæti

Haust­mót KAÍ kata karla 1. sæti

Iveta hef­ur verið sigursæl kara­tekona síðustu ár í sínum aldursflokki. Hún kepp­ir í kumite og hef­ur náð frá­bær­um ár­angri á ár­inu. Hún varð smáþjóðameistari í sín­um flokki, fyrst ís­lenskra kvenna, auk þess að vera Íslandsmeistari í -61 kg flokki kvenna. Hún hef­ur verið í verðlauna­sæt­um er­lend­is sem og inn­an­lands síðustu ár.

Iveta er núna í 52.sæti á heimslista Alþjóðak­ara­tes­am­bands­ins (WKF) í -51 kg kumite juni­or kvenna af 116 skráðum kepp­end­um.

Helstu af­rek Ivetu á ár­inu 2017 voru;

RIG 2017 Kumite ca­det kvenna 1. sæti

Amster­dam Open Cup -53 kg. juni­or 2. sæti

SSEKF Andorra kumite female juni­or -53kg 1. sæti

UM kumite 2017 kumite stúlkna 16-17 ára 1. sæti

Haust­mót KAÍ , kumite kvenna 1. sæti

ÍM kumite -61 kg flokki kvenna 1. sæti

Mynd: Helgi Jóhannesson

X