ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 13. desember, í árlegum minningarleik í knattspyrnu um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður í þriðja sinni í Egilshöll við kjöraðstæður.
Hlynur Þór, var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboðastörfum innan félagsins.
Frítt er inn á leikinn á miðvikudaginn, en fólki er frjálst að gefa framlög í minningarsjóð Hlyns á staðnum.
Í boði verður kaffi og léttar veitingar fyrir áhorfendur að loknum leik.