Á sunnudagskvöldið kom að því að Hlynur Örn Ómarsson náði sínum fyrsta fullkomna leik í keilunni eða 300 pinnum, 12 fellur í röð. Hlynur náði leiknum í Pepsí móti ÍR sem er vikulegt mót sem keiludeildin heldur. Hlynur kemur upp úr unglingastarfi ÍR og hefur verið í afrekshópi deildarinnar undanfarin ár og m.a. tekið þátt í landsliðsverkefnum á vegum Keilusambandsins. Hlynur náði þessum fullkomna leik í leik tvö af fjórum í keppni kvöldsins og er óhætt að segja að hann hafi verið funheitur þetta kvöld því leikirnir hjá honum voru 269 – 300 – 228 – 231 samtals 1.028 pinnar eða 257 í meðaltal.
Þetta er annar 300 leikurinn með stuttu millibili sem bæði kemur í Pepsí keilunni og af ungum ÍR keilara en fyrir stuttu náði Daníel Ingi Gottskálksson sama árangri.