Íslensku keppendurnir stóðu sig vel á NM í víðavangshlaupum sem fór fram um helgina í Danmörku. Arnar Pétursson ÍR varð 15. í karlaflokki af norðurlandabúunum en 29. af heildarfjölda keppenda sem voru 100 talsins. Hann hljóp 9 km á 31.46 mín og var 2:45 mínn á eftir fyrsta manni í mark. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð 13. í ungkvennaflokki (U20) af 49 keppendum, hljóp 4,5 km á 18.48 mín, 52 sek á eftir sigurvegaranum. Baldvin Þór Magnússon varð 6. í ungkarlaflokki (U20) á 19.15 mín aðeins 26 sek á eftir sigurvegaranum. 64 keppendur luku keppni en vegalengdin var 6 km. Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð 37. af 50 keppendum í kvennaflokki, hljóp 7,5 km á 34.30 mín. Arnar, Andrea og Helga eru öll þjálfuð af Mörthu Ernstsdóttur þjálfara hjá ÍR.
Ísland verður mótshaldari að ári og vonumst við eftir góðri þátttöku og fullskipuðu íslensku liði í öllum flokkum.
Úrslitin má finna hér
Hlynur Andrésson ÍR keppti á föstudag, 10.11, á Great Lake regional Championships úrtökumóti fyrir Bandaríska háskólameistaramótið í víðavangshlaupum sem fram fer 18. Nóvember í Louisville í Kentucky. Hann gerði sér lítið fyrir og varð 2. í mark á 31:00 mín í þessu 10km langa hlaupi, aðeins 6 sek á eftir sigurvegaranum. Þetta er lang besti árangur Hlyns í úrtökunni en hann var 14. á síðasta ári, lið Hlyns varð í 4. Sæti. Hlynur vann sér þar með keppnisrétt á Bandaríska háskólameistaramótinu í Víðavangshlaupum. Frábær árangur hjá Hlyni sem lét þarna 4 ára gamlan draum rætast en nokkuð er síðan íslenskur keppandi keppti á Bandarísk Háskólameistaramótinu í Víðavangshlaupum. Síðast var það árin 1991, 1992, 1993 og 1994 þegar lið Georgíu Háskóla, í Athens í Bandaríkjunum, öðlaðist keppisrétt en þær Fríða Rún Þórðardóttir ÍR (þá UMFA) og Margrét Brynjólfsdóttir UMSB voru í liði Gerogíuháskóla. Árið 1991 gerið liðið sé litið fyrir og varð í 9. sæti á mótinu sem þá var haldið í Arizona ríki, það er frábær árangur þar sem öll bestu háskólaliðin yfir öll Bandaríkin mætast. Þær kepptu einnig með liðinu árin 1992 og 1993 en Fríða Rún keppti síðan sem einstaklingur árið 1994.