Haustmót KAÍ fyrir 16 ára og eldri var haldið föstudaginn 3. nóvember í Fylkisselinu. Keppt var í opnum flokki karla og kvenna í kata og kumite og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Tveir keppendur frá karatedeild ÍR tóku þátt, Aron Anh keppti í kata og vann til fyrstu verðlauna á mótinu. Þess má geta að Aron var valinn í 6 manna landsliðshópinn sem vann sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti ungmenna 14-21 árs í karate á Tenerife dagana 25. til 29. október síðastliðinn, eftir afar góðan árangur á smáþjóðaleikunum í Andorra.
Þátttaka á Heimsmeistaramótinu á Tenerife gefur stig á heimslista WKF, Alþjóðlega karatesambandsins, en stigahæstu einstaklingarnir geta unnið sér inn keppnisrétt á Ólympíuleika ungmenna, í Buenos Aires í Argentínu 17. til 18. október 2018.
Kamila Buraczewska lendi í 3. sæti í kumite stúlkna 14-15 ára.
Íslandsmeistaramót unglinga í kumite var haldið sunnudaginn 15. október Í Fylkissetrinu í Norðlingarholti í umsjón karatedeildar Fylkis. Góð þátttaka var á mótinu, um 55 keppendur, á aldrinum 12-17 ára, frá 9 félögum. Fjórir keppendur frá karatedeild ÍR tóku þátt og varð Kamila Buraczewska í 3. sæti í kumite stúlkna 14-15 ára.