ÍR-ingurinn Hlynur Andrésson, sem keppir undir merkjum Eastern Michigan háskólans í Bandaríkjunum, sigraði um helgina í úrslitahlaupi Mið-Ameríku svæðismótsins sem haldið var í Miami í Ohio-fylki. Tími Hlyns í þessu 8 km víðavangshlaupi var 24:30 mín. Þetta er glæsilegur árangur hjá Hlyni sem er á sínu síðasta ári hjá Eastern Michigan og er á fljúgandi ferð ásamt liði sínu. Það verður spennandi að fylgjast með Hlyni í framhaldinu.
Lið Hlyns sigraði stigakeppnina með 24 stig og hlupu liðsmenn á 2:03,35 klst samtals sem var um einni og hálfri mínútu hraðar en sveitin í öðru sæti, sem hlaut 54 stig (en 1 stig fæst fyrir 1. sætið og þannig koll af kolli). Níu skólar tóku þátt og voru 80 hlauparar sem skiluðu sér í mark. Kvennasveit Eastern Michigan sigraði með álíka miklum yfirburðum en þær hlutu 45 stig á móti 99 stigum Toedo háskólans.
Á Twitter-síðu mótsins má nálgast stutt viðtal við Hlyn.