Það verður sannkölluð handboltaveisla í Austurbergi á sunnudaginn þegar bæði kvenna- og karlalið ÍR leika heimaleiki í sínum deildum. Kvennaliðið leikur gegn lið KA/Þórs í Grill 66 deild kvenna í Austurbergi á sunnudag kl 15:00 og að þeim leik loknum tekur karlalið ÍR á móti ÍBV í Olísdeildinni og hefst sá leikur kl. 17:00. ÍR konur eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar og karlaliðið í 7. sæti. Báðir leikirnair eru mjög mikilvægir fyrir lið ÍR og allir Breiðhyltingar og ÍR-ingar hvattir til að fjölmenna og styðja okkar lið af krafti á sunnudaginn.