Vetrarfrí er í grunnskólum Reykjavíkur frá fimmtudeginum 19. okt. til og með mánudeginum 23. okt.
Frístundastrætó gengur ekki þessa daga í Breiðholti og frístundheimili eru lokuð, einnig frístundaheimilið í Undirheimum/Austurbergi. Tilkynning þessa efnis verður send út í dag.
Hvað æfingar varða þá munu Frjálsar og Fimleikar fylgja frídögum skóladagatalsins og verða því ekki æfingar á þessum dögum.
Æfingar verða samkvæmt stundatöflu hjá Knattspyrnu, Júdó, Taekwondo og Körfu. Æfingar falla niður hjá 7. og 8. fl. í handbolta en aðrir flokkar eru með æfingar samkvæmt stundatöflu.