Árangursríkt Íslandsmót hjá 5.flokki karla ÍR

Strákarnir í 5.flokki ÍR hafa heldur betur látið til sín taka í Íslandsmóti sumarsins og frábær árangur allra fimm liða flokksins var niðurstaðan. D- lið félagsins voru tvö að þessu sinni og lentu þau annars vegar í 4 sæti síns riðils og hins vegar fór eitt liðið alla leið í úrslitakeppni þar sem þeir enduðu í 5-6 sæti. B-liðið lenti í 8 sæti síns riðils. C-liðið vann sinn riðil í sumar og kóronaði svo stórkostlegan árangur með að landa Íslandsmeistaratitlinum, eftir æsispennandi vitaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn HK og eru þar með Íslandsmeistarar 5.flokks karla C-liða. A-liðið fór einnig í úrslitakeppni, þar sem þeir enduðu í efsta sæti síns riðils en töpuðu síðan í undanúrslitum og enduðu þar með í sumarið 3-4 sæti. Flottir strákar sem undir dyggri stjórn og þjálfunar hjá Magnúsi Þór Jónssyni og Engilbert Ólafi og björt framtíðin hjá ÍR með svo flotta hóp knattspyrnustráka.

X