Hefur þig alltaf dreymt um að stjórna fjölmennum, fjölbreyttum og skemmtilegum hóp skokkara? Nú er tækifærið þar sem ÍR skokk leitar að nýjum þjálfara!
Hópurinn samanstendur af hressum skokkurum/hlaupurum með mislanga hlaupareynslu sem allir hafa það að markmiði að sigra sjálfan sig og sumir aðra!
Áhugasamir hafi samband við Kristínu Birnu Ólafsóttur, olafsdottir.kristin@gmail.com , yfirþjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR eða Unni Árnadóttur, unnurarn@gmail.com, forseta skokkhópsins sem fúslega gefa allar nánari upplýsingar.