Guðni Valur í fimmta sæti

Guðni Valur Guðnason hefur lokið keppni í kringlukastinu, hann hafnaði í 5. sæti með lengsta kast upp á 57.31m en hefði þurft að kasta 60.09 m til að komast á pall. Guðni náði 2 öðrum gildum köstum (54.02 m og 56.51m) en mikið var af ógildum köstum hjá keppendum enda vindaðstæður erfiðar á svæðinu, til dæmis náði sigurvegarinn í kasthópi Guðna síðan í fyrradag engu gildi kasti. Norðmaðurinn Sven Martin sigraði,  kastaði 61m slétta, annað sætið 60,18 og þriðja sætði 60,08m. Mjög fínn árangur hjá Guðna Val en hann er síðasti ÍR-ingurinn til að ljúka keppni á EMU23. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, FH hljóp stuttu síðar í úrslitum í 400m grindahlaupi. Hún varð í þriðja sæti  á 56.37sekúndum.

Íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppi á þessu skemmtilega og sterka móti sem fram fór í Póllandi. Þau hafa öll verið til fyrirmyndar og staðið sig með eindæmum vel! ÍR óskar þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Fríða Rún tók saman

X