Aníta Hinriksdóttir sýndi enn og aftur styrk sinn í dag þegar hún hljóp á Demantamótinu í Stokkhólmi. Aníta hljóp á 2:00,06 sem er næstbesti tími hennar frá upphafi en á dögunum setti Aníta Íslandsmet þegar hún hljóp á 2:00,05mín á Bislet leikunum í Osló. Aníta varð í sjöunda sæti í hlaupinu í dag en þar voru mættar til leiks þær allra sterkustu. Sigurvegari í hlaupinu var Niyonsaba Francine á tímanum 1:59,11mín. Við óskum Anítu innilega til hamingju með árangurinn og óskum henni áframhaldandi góðs gengis í sumar.
Aníta verður meðal keppenda íslenska landsliðsins á TelAviv, Ísrael um næstu helgi þegar þau keppa á Evrópukeppni Landsliða. Gaman verður að fygljast með Anítu þar ásamt öllum hinum Íslendingunum.